Nemendur

Ert þú í 5.–7. bekk?

Ert þú með hugmynd? Þá getur þú tekið þátt í NKG!

Það er einfalt að taka þátt í NKG

Þú þarft bara að vera með hugmynd…og þú mátt senda inn eins margar hugmyndir og þú vilt. Til dæmis hugmyndir sem leysa einhver vandamál eða aðrar sem gera lífið bara skemmtilegra og betra. Þú getur sent strax inn eða unnið hugmyndina betur þína á Heimasvæðinu – og sent síðar inn.

Þegar umsóknarfresti lýkur, í apríl á hverju ári, fer dómnefnd yfir hugmyndirnar og velur um 40 hugmyndir, sem komast í vinnustofuna sem er úrslitakeppni NKG.

Stórglæsileg verðlaun bíða sigurvegaranna og allar hugmyndir eru velkomnar ?

Hvað þarf að koma fram í umsókn?

  • Hvaða vandamál vilt þú leysa?
  • Hver er hugmyndin þín, hvernig virkar hún og
    hvernig leysir hún vandamálið?
  • Hverjir geta nýtt sér hugmyndina? Fyrir hverja
    er hún?

Hvernig fæ ég hugmyndir?

Í fyrstu getur litið út fyrir að vera erfitt að setjast niður og fá nýja, góða hugmynd til að senda inn í Nýsköpunarkeppnina. Það er samt alls ekki eins erfitt og margir halda og eru ýmsar leiðir til þess finna vandamál – og koma með lausn við þeim.

Flestar uppfinningar verða til af augljósri þörf: Ertu alltaf að gleyma lyklunum heima? Er allt of mikið rusl úti í náttúrunni? Vandamálin, bæði stór og smá, eru alls staðar í kringum okkur – og það getur verið þitt hlutverk að finna lausn á þeim, enda hafa margir krakkar fundið upp stórsnjalla hluti.

Hér fyrir neðan er ýmislegt efni sem getur hjálpað þér í hugmyndavinnunni. Hver verður hugmyndin þín?

Heimsmarkmiðin og nærsamfélagið

Til að fá góða og gagnlega hugmynd sem getur bætt samfélagið getur verið gott að skoða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá þar þau vandamál sem eru til staðar í kringum okkur. Ert þú með einhverja hugmynd sem gæti leyst eitthvert vandamálanna?

Nærsamfélagið og nýsköpun

Þú getur gert ýmislegt til að fá gagnlegar hugmyndir fyrir staðinn sem þú býrð á. Hér eru nokkrar leiðir.

Vantar eitthvað á staðinn þinn?

  • Er verið að gera eitthvað á öðrum stöðum sem er ekki gert þar sem þú býrð? Væri hægt að gera það á þínum stað?
    • Ert þú kannski með hugmynd sem enginn annar hefur fengið?

Hvað er sérstakt við staðinn þinn?

  • Farðu út og skoðaðu þig um, talaðu við fjölskyldu þína, kennara og aðra sem þekkja staðinn vel.
    • Er eitthvað í bænum eða náttúrunni í kring sem er alveg sérstakt og erfitt að fá annars staðar? 
      • Merkileg náttúra? Merkileg hús?

Er hægt að gera eitthvað betur á staðnum þínum?

  • Farðu út og skoðaðu þig um, talaðu við fólk, kennara og aðra sem þekkja staðinn vel.
    • Er eitthvað búið til eða selt á staðnum þínum sem væri hægt að breyta?
      • Gæti það til dæmis verið betra fyrir náttúruna?
      • Er hægt að búa til eitthvað nýtt úr tveimur ólíkum hlutum?

Eru ónýttir fjársjóðir á staðnum þínum?

  • Farðu út og skoðaðu þig um, talaðu við fjölskyldu þína, kennara og aðra sem þekkja staðinn vel.
    • Er eitthvað tómt hús sem er hægt að nýta?
    • Eru einhverjir afgangar eða „rusl“ sem er hægt að nota til að búa til eitthvað annað?
    • Eru hlutir í náttúrunni sem er hægt að nota til að búa til hluti sem ferðamenn gætu haft áhuga á?

Tíu leiðir að góðum hugmyndum

Með því að skoða þig um kynnist þú umhverfinu þínu betur og kannski sérðu eitthvað sem hægt er að bæta.

Búðin

Farðu í búð og skoðaðu spennandi vörur. Veldu nokkrar sem þér líst á og kannaðu hvort þú getir gert þær betri með því að breyta þeim.

Strætó

Taktu strætó eða hjólaðu. Reyndu að sjá möguleika; færð þú einhverjar góðar hugmyndir?

Heima

Líttu í kringum þig heima hjá þér til að skoða hvað gerir heimilið einstakt. Er eitthvað þar að finna sem gæti búið til viðskiptahugmynd?

Íbúð

Ímyndaðu þér mjög venjulega íbúð. Hugsaðu þér að þú bíðir í tvær mínútur í hverju herbergi fyrir sig og reyndu að ímynda þér hvaða vandamál geta komið upp hjá fólki í þessum herbergjum. Dettur þér eitthvað í hug?

Lífið

Hugsaðu um einhvern sem þú þekkir persónulega. Ímyndaðu þér venjulegan dag í lífi þessa einstaklings. Skrifaðu niður öll vandamál og áskoranir sem manneskjan stendur frammi fyrir. Getur þú leyst einhver þeirra?

Göngutúr

Farðu í göngutúr um nágrennið. Hvað finnst þér vanta?

Vinna

Veldu starf sem þú þekkir vel og hugsaðu um hvaða vandamál gætu komið upp ef þú myndir vinna við það. Hvað er hægt að gera til að leysa þau?

Framtíðin

Spólaðu fram í tímann um fimmtíu ár. Eru einhvers konar vörur sem enginn þekkir núna en þú getur kannski fundið upp? Hvað verður þú að gera eftir 50 ár?

Fréttir

Lestu fréttir og finndu vandamál sem tengjast til dæmis læknisþjónustu, spítölum og skólum. Getur þú komið með hugmyndir sem gætu leyst eitthvert af þessum vandamálum?

Endurvinnsla

Átt þú eða einhver sem þú þekkir eitthvað sem þið notið ekki lengur en gæti komið þér að gagni? Getur þú breytt því þannig að það verði að viðskiptahugmynd?

Forritun

Ef hugmyndin þín er forrit eða vefsíða er gott að teikna hana fyrst upp til að sjá og sýna hvernig forritið eða síðan verður uppsett. Þú þarft ekki að forrita neitt á þessu stigi – bara teikna upp hugmyndina.

Þú getur notað teikniforritið á Heimasvæðinu eða prentað „forritunarblaðið“ út – eða fengið það hjá kennaranum þínum.

Dæmi um hönnun forrits

Ferðastyrkur NKG

Ferðastyrkur býðst þátttakendum af landsbyggðinni. Tilgangur hans er að koma til móts við aðgengi þátttakenda að viðburðum keppninnar sem fara fram í Reykjavík. Umsókn um ferðastyrk sendist til: nkg@nkg.is – merkt NKG ferðastyrkur. Styrkurinn miðast við ákveðna vegalengd frá búsetu þátttakenda til Reykjavíkur:

Vegalengd til ReykjavíkurStyrkupphæð
100 km10.000 kr.
200 km15.000 kr.
300 km20.000 kr.
400+ km30.000 kr.

Forráðamenn geta haft samband og óskað eftir nánari upplýsingum fyrir brottför til Reykjavíkur. Athugið að styrkur getur verið hærri ef börnin fljúga fram og til baka!