Vegna samkomubanns var hvorki haldin vinnustofa né lokahóf en í staðinn var farið í heimsókn Grundaskóla. Þar tók Valdís Sigurvinsdóttir, kennari Sigurðar, á móti NKG og var hún með Sigurði við afhendingu verðlaunanna, í sal skólans, að viðstöddum nemendum og kennurum.
Valdís hefur unnið virkilega gott nýsköpunarstarf í skólanum og hefur hún komið upp frábærri tæknismiðju í skólanum, þar sem nemendur hafa aðgang að tölvum, FabLab tækjum ofl. og geta nemendur nýtt sér smiðjuna, þvert á önnur fög.
Frábær heimsókn, frábærir nemendur og frábær skóli – við óskum Sigurði innilega til hamingju með sigurinn:)
Á mynd 1, f.v: Valdís Sigurvinsdóttir, Sigurður Brynjarsson og Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, verkefnastjóri NKG og NMÍ