Kennarar

Taktu þátt í að móta næstu kynslóð frumkvöðla!

Skráðu þig í NKG og taktu virkan þátt í hugmyndavinnu nemenda þinna!

Ertu kennari í 5.–7. bekk?

Viltu hoppa á nýsköpunarlestina og gefa þannig nemendum þínum tækifæri til að koma fram með og vinna að eigin hugmyndum? Eitt af markmiðum NKG er að virkja sköpunarkraft barna, gera þeim grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegn um vinnu með eigin hugmyndir. Það er einfalt og skemmtilegt að taka þátt. Þú þarft ekki að stinga þér á bólakaf – það er hægt að taka smá skref í einu. Nánari upplýsingar má finna undir „Dæmi um kennsluhætti“.

Endilega hafðu samband ef þú hefur spurningar eða vantar aðstoð. Þú getur einnig fengið heimsókn frá okkur í skólann þinn – án endurgjalds.

Endilega skráið ykkur ef þið takið þátt í NKG svo hægt sé að senda ykkur póst og veita ykkur aðgang að Heimasvæðinu.

Kennari og nemendur í skólastofu

Hvernig get ég hjálpað nemendum mínum?

Hér getur þú lesið um kennsluhætti kennara sem hlotið hafa VILJA – hvatningarverðlaun kennara.

Hér getur þú nálgast ýmislegt náms- og stuðningsefni í nýsköpunarmennt.

VILJI – hvatningar­verðlaun kennara

Á hverju ári hlýtur kennari eða kennarateymi nafnbótina Nýsköpunarkennari/-ar grunnskólanna árið 20xx ásamt verðlaunum að fjárhæð 250.000 kr.

Við hvetjum kennara til að sækja um eða tilnefna aðra kennara sem standa sig vel í innleiðingu á nýsköpunarmennt.