Búið er að velja í vinnustofu NKG 2019, þ.e. úrslitakeppnina en dómnefnd kom saman í síðustu viku.  Dómnefndina skipa:

  • Dagný F. Jóhannsdóttir Lögfræðingur / Fagstjóri hjá Einkaleyfisstofunni
  • Helena Jóhannsdóttir, innanhúshönnuður- og arkitekt hjá IKEA
  • Hildur Arnadóttur, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Hjalti Harðarson, markaðssérfræðingur hjá Arion banka
  • Hulda B. Baldursdóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
  • Svanborg R. Jónsdóttir, Dósent í listum og skapandi starfi, við Háskóla Íslands
  • Eyjólfur B. Eyjólfsson, verkefnisstjóri NKG og hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sér um utanumhald dómnefndarstarfa.

 Eins og alltaf var ekki auðvelt að skera niður úr öllum þeim mikla fjölda hugmynda sem bárust, – það er hreint með ólíkindum hvað þessir ungu nemendur geta galdrað fram flottar hugmyndir. En, – eins og alltaf, þá komast því miður ekki allir að og því þurfti að velja hugmyndir í úrslitin. Við viljum þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og biðjum kennara að skila kærri kveðju til allra þeirra nemenda sem tóku þátt. HÉR er viðurkenningarskjal, sem þið megið gjarnan prenta út og láta krakkana fá(eða hengja upp í stofunni). Það er því miður allt of mikil fyrirhöfn að búa til viðurkenningaskjöl fyrir hvert og eitt barn, svo ég vona að þetta dugi.

Hér er listinn yfir hugmyndirnar sem komust áfram(fyrir neðan er uppkast að dagskrá vinnustofu):

HugmyndNafn nemenda Nafn hópfélagaKennariSkólibekkur
ÁfyllingurinnKaritas Ingvadóttir  Arna BjörkVesturbæjarskóli 7
Lýsing:Umhverfisvænt, minnka plastnotkun. Áfylliflöskur til að kaupa sjampó og hárnæringu / í búðum  Næringaskammtari / Sjampóskammtari 
BátakútarGrímur Chunkuo Ólafsson  Sigurður Kristján NikulássonSunnulækjarskóli 5
Lýsing:Kútar sem bjarga bátum og fólki. Staðsett á 6 stöðum í kringum bátinn 
BílastoppariHelena Huld HafsteinsdóttirogHekla Karlsdóttir RothArna BjörkVesturbæjarskóli 7
Lýsing:Bætt umferðaröryggi. Geisli sem kemur þegar rautt ljós kemur , ef bilar fara yfir á rauðu ljósi kemur viðvörunarhljóð / eða hlið kemur upp
FuglaappiðGuðmundur Týr Haraldsson   Hulda Hrund Árbæjarskóli 5
Lýsing:Fugla – appið , appið þekkir fugla, tekur mynd þá segir appið hvaða fugl þetta er. 
GlansvaskurKatla Huld Halldórsdóttir ogHenný Katrín Sigurlaug Rún BrynleifsdóttirGrunnskólinn austan Vatna 5
Lýsing:Uppþvottabursti með mótor, gerir uppvask skemmilegra, og auðveldar fólki að vaska upp
GráturljósEster Sól Jónsdóttir   Sædís S. ArndalHofsstaðaskóli 5
Lýsing:Fyrir yngri kynslóðina, ljósið nemur þegar ungt barn fer að gráta og þá kveinkar ljós sem róar barnið 
HafragrautaruppáhellariAnna Valgerður ÁrnadóttirogOliwia HubaMaría Kristín Óskarsdóttir Brekkubæjarskóli 6
Lýsing:Tímastilltur pottur til að elda hafragraut. Sett er vatn í pottinn og hráefni, tíminn stilltur. Pottur fer svo af stað, sýður vatnið og fer svo hráefnið sjálfkrafa saman við. 
HettupúðiÓlöf Svava Helgadóttir   Sædís S. ArndalHofsstaðaskóli 5
Lýsing:Hettupeysa með púða inn í (sem er hægt að nota til að sofna á ferðalögum) 
HjólastóllKristófer Bjarki HafþórssonogÍvar Logi JóhannssonHlín StefánsdóttirEgilsstaðaskóli6
Lýsing:Hjólastóll sem maður getur hallað sér í
HnakkabeltiRebekka Öxndal Ingibjörnsdóttir ogRagnheiður Kristinsdóttir Kristín Erla Flúðaskóli5
Lýsing:Belti sem er fast við hnakkinn á hesti svo barn dettur ekki af baki / fyrir börn sem eru að læra á hestbak 
HólfiðÁsgeir Máni Ragnarsson  Þórey EiríksdóttirBrúarásskóli6
Lýsing:Hólfaskiptur vatnsbrúsi. Brúsa er skipti niður í átta hólf. Það kemst 0,2 l í hvert hólf
HúfuhaldarinnBirgir Orri  Haraldur HrafnssonRimaskóli6
Lýsing:Spíta með hólfum í hólfunum er pl´sass fyrir húfur eða vettlinga. 
HækkaLækkarJaden ChelseaogRakel Sara Varði og ÞórirSeljaskóli 5
Lýsing:Fatahengi fyrir unga krakka sem ná ekki upp í fatahengi.. Hægt að fara upp og niður 
LeiðréttingarappiðIngibjörg Njálsdóttir  Arna BjörkVesturbæjarskóli 5
Lýsing:App sem leiðréttir þegar krakkar lesa upphátt og leiðrétta
MikrapeniOlivia Daria   Guðvarður og ÞórirSeljaskóli 5
Lýsing:Penni sem sýnir þér hvernig á að skrifa orð, lítill skjár, tengt við google? 
Róla 2000xDRoskana Pawelzyk  Kristbjörg SveinsdóttirBrekkubæjarskóli 7
Lýsing:Róla sem hægt er að snúa við / ef það er blautt úti. 
SeglabókarmerkiGuðlaug Björk Benediktsdóttir  Hrefna EgisldóttirEgilsstaðaskóli6
Lýsing:Bókamerki með seglum sem þú klemmir til hliðar á blaðsíðuna sem þú ert að lesa. Þú getur séð hvaða setningu þú ert á og getur meira segja lesið í myrkri.
StafrófsbangsiBirkir Snær Ólafsson ogChristian Bragi Guðrún Gyða Franklinsjálandsskóli5
Lýsing:Bangsi sem hjálpar þér að læra stafrófið 
StressblýanturGuðný Edda Einarsdóttir  Hrefna EgilsdóttirEgilsstaðaskóli6
Lýsing:Blýantur með tökkum , rofum og stressgúmmí sem hægt er að fikta í til að róa sig
StærðfræðikennslaBríet AgnarsdóttirogTinna Rós HalldórsdóttirAldís AðalsteinsdóttirBrekkubæjarskóli 6
Lýsing:App sem hjálpar krökkum að læra
StærðfræðitímaappiðKamilla Rós GústafsdóttirogIngunn Lilja ArnórsdóttirMargrét GuðmundsdóttirFlúðaskóli6
Lýsing:Þegar börn eru búin að vera legni í símanum kemur appið upp og börnin þurfa að leysa erfið stærðfræðidæmi
TakkaskóarplattiAndrea Diljá Jóhannesdóttir ogAlexandra Ósk Sverrissdóttir Magnús V. GuðlaugssonLaugalækjarskóli 7
Lýsing:Platti til að hlýfa takkaskóm, svo þeir endist betur. 
TannþráðsTannburstinn Hera Sjöfn Bjartsdóttir   Sædís S. ArndalHofsstaðaskóli 5
Lýsing:Tannbursti með tannþræði fyrir ferðalanga eða heima 
TungumálspilSóley líf Konráðsdóttir ogRegína Lea Ólafsdóttir Bryndís BöðvarsdóttirBrekkubæjarskóli 7
Lýsing:Spil sem kennir manni tungumál 
Upphá ristavélBirta Kristín IngadóttirogTanja Kristín RagnarsdóttirÓlöf DómhildurGrunnskólinn á Ísafirði7
Lýsing:Ristavélin er með langa og háa fætur sem hægt er að setja disk undir. Það er lúga undir ristavélinni svo brauðið detti niður á diskinn.

 

Tilkynning hefur verið send út til forráðamanna og umsjónarkennara nemendanna. Í þó nokkrum tilfellum, vantaði þó netföng á umsóknunum, svo þó nokkrir hafa líklega ekki fengið tilkynninguna, – endilega ekki hika við að hafa samband ef þið sjáið barn ykkar hér á listanum eða einhverjar spurningar vakna.

Vinnustofan sjálf, verður haldin í Háskóla Reykjavíkur, dagana 20. og 21. maí næstkomandi. Hér er uppkastVið viljum líka minna á Vilja – hvatningarverðlaunin og hvet ykkur eindregið til að sækja um.  Það er til mikils að vinna, bæði viðurkenning á starfi þínu, peningaverðlaun að fjárhæð allt að 250.000kr. (þau geta deilst niður á fleiri en einn kennara) og tækifæri til að láta gott af sér leiða í þágu nýsköpunarmenntar á Íslandi. Sótt er um hér: https://nkg.is/vilji-hvatningarverdlaun-nkg/ af dagskrá vinnustofunnar.  Dag- og tímasetningar halda sér en nánari lýsing kemur síðar:

Dagskrá vinnustofu NKG 2019