Hver við erum
Þessi vefur er í eigu Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Vefslóðin okkar er https://nkg.is.
Persónuupplýsingar sem við söfnum
NKG stjórnborð
Þegar notendur skrá sig í NKG stjórnborð (e. NKG Dashboard), einnig kallað Heimasvæðið, geymum við nafn þeirra, notandanafn og netfang. Reikningsupplýsingar og hugmyndir sem skráðar eru eru geymdar þar til notandi velur að eyða einstaka hugmyndum eða reikningi sínum í heild. Sé reikningur nemanda tengdur við reikning kennara getur kennari breytt hugmyndum, nafni og netfangi nemandans og hefur hann aðgang að því þar til annar hvor aðili slítur tenginguna þeirra á milli. Hugmyndir sem sendar eru inn í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í gegn um tiltekið skráningarform eru geymdar ótímabundið.
Kökur (e. cookies)
Ef farið er á innskráningarsíðuna er tímabundin kaka búin til svo við vitum hvort vafrinn þinn samþykki kökur. Þessi kaka inniheldur engar persónuupplýsingar og er henni eytt þegar þú lokar vafranum þínum.
Þegar þú skráir þig inn á NKG.is geymum við nokkrar kökur til að vista innskráningu þína og stillingar. Innskráningarkökur endast í tvo daga og aðrar stillingar í eitt ár. Ef þú hakar við „Mundu mig“ verður innskráning þín geymd í tvær vikur. Ef þú skráir þig út verður innskráningarkökunum eytt.
Efni af öðrum vefsvæðum
Greinar og síður á þessum vef geta innihaldið efni frá öðrum vefsvæðum (t.d. myndbönd, myndir, greinar o.fl.). Efni af öðrum vefsvæðum hegðar sér alveg eins og ef umrætt vefsvæði væri heimsótt.
Þessi vefsvæði geta geymt upplýsingar um þig, notað kökur, notast við rakningarlausnir frá þriðja aðila og fylgst með því hvað þú skoðar ef þú átt reikning og ert skráð(ur) inn á umrætt vefsvæði.
Greiningar
NKG.is notar Matomo Analytics til að greina hvernig vefurinn er notaður, til að bæta upplifunina enn frekar fyrir notendur. Ef þú vilt ekki af fylgst sé með þinni notkun getur þú afskráð þig hér.
You may choose to prevent this website from aggregating and analyzing the actions you take here. Doing so will protect your privacy, but will also prevent the owner from learning from your actions and creating a better experience for you and other users.
Þinn réttur
Ef þú átt reikning á þessum vef getur þú óskað eftir því að myndum sem þú hefur hlaðið upp, hugmyndum sem þú hefur skráð eða reikningi þínum sé eytt. Þetta á ekki við um gögn sem við erum skylduð til að geyma af lagalegum eða öryggisástæðum.